Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Melrakkaslétta er skilgreind sem mikilvægt fuglasvæði. Í umhverfismati fyrir stóran vindorkugarð Qair Iceland ehf. þar er því sérstök áhersla lögð á að safna gögnum um fuglalíf með það að markmiði að forðast eða draga úr áhrifum vindmyllanna á fugla.

Qair Iceland ehf. er dótturfyrirtæki franska fyrirtækisins Qair SA (áður Quadran) sem sérhæfir sig í þróun, fjármögnun, byggingu og rekstri endurnýjanlegra raforkuvera um allan heim. Íslenska félagið er með mikil áform um virkjun vindorku á Íslandi og tilkynnti níu þannig verkefni til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar. Að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar framkvæmdastjóra er vindorkugarður á Sólheimum í Dölum lengst kominn og væntanlega hægt að hefja framkvæmdir vorið 2022, að því gefnu að leyfi fáist.

Nú er verið að vinna að umhverfismati fyrir tvö vindorkuver, í Meðallandi og að Hnotasteini

...