Baksvið

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Vegna hraðrar fjölgunar eldri borgara á næstu árum og áratugum þarf að byggja eitt eða tvö hjúkrunarheimili á ári til að halda í við þjónustuna.

Einnig þarf að bæta mikið í forvarnir, endurhæfingu, heimahjúkrun og heimaþjónustu til að draga úr þörf fyrir innlagnir á hjúkrunarheimili. Sá gangur sem nú er í þessum málum dugar ekki. Raunar telja margir viðmælendur að illa sé staðið að þessari þjónustu og vísa til þess að samtökin sem reka hjúkrunarheimilin fái ekki greiðslur frá ríkinu í samræmi við þá þjónustu sem þeim er ætlað að veita.

Stærsti hópurinn sem flytur á hjúkrunarheimili eru 80 ára og eldri þótt einnig þurfi hluti fólks á áttræðisaldri á þjónustu þeirra að halda. Nú eru fjölmennir árgangar að komast á þennan aldur auk þess sem fólk lifir lengur. Hagstofan spáir því að fjöldi 80 ára og eldri tvö- til þrefaldist næstu þrjátíu árin

...