Blönduós Miðstöð nýsköpunar verður í Textílmiðstöð Íslands.
Blönduós Miðstöð nýsköpunar verður í Textílmiðstöð Íslands.

Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og fulltrúar á vegum Textílmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru meðal þátttakenda í alþjóðlega verkefninu CENTRINNO sem nýlega hlaut 8,2 milljóna evra styrk úr Horizon 2020-áætlun ESB, jafnvirði um 1,3 milljarða króna.

Í hlut Háskóla Íslands koma tæpar 28 milljónir en heildarstyrkur íslensku þátttakendanna er í kringum 130 milljónir íslenskra króna.

Að verkefninu standa 26 stofnanir og fyrirtæki í níu löndum og verða miðstöðvarnar í Amsterdam, Barcelona, Genf, Kaupmannahöfn, Mílanó, París, Tallinn, Zagreb og á Blönduósi. Þar verður í Textílmiðstöð Íslands, gamla Kvennaskólanum, sett á fót miðstöð nýsköpunar og þekkingar í stafrænni textílframleiðslu sem byggð er á menningararfi og handverkskunnáttu íslenskra kvenna með sérstakri áherslu á ull og umhverfisvæna nýtingu hennar.

Verkefnið hófst 1. september

...