30 ára Elín ólst upp í Vest­ur­bæn­um og í Grafar­vogi. Elín er tón­list­ar­kona, bet­ur þekkt und­ir nafn­inu Elín Ey. Elín hef­ur notað tím­ann á þess­um und­ar­legu Covid-tím­um og verið að semja og vinna tónlist í stúd­íói und­an­farið og er að vinna að tveim­ur...

30 ára Elín ólst upp í Vest­ur­bæn­um og í Grafar­vogi. Elín er tón­list­ar­kona, bet­ur þekkt und­ir nafn­inu Elín Ey. Elín hef­ur notað tím­ann á þess­um und­ar­legu Covid-tím­um og verið að semja og vinna tónlist í stúd­íói und­an­farið og er að vinna að tveim­ur plöt­um. Svo er hún ný­bú­in að taka upp jóla­lag, það fyrsta sem hún hef­ur gert á ferl­in­um.

Maki : Ragn­heiður Guðmunds­dótt­ir, f. 1985, meist­ara­nemi í markaðsfræði.

Barn : Jón Mói, f. 2019.

For­eldr­ar : Ell­en Kristjáns­dótt­ir, f. 1959, söng­kona og Eyþór Gunn­ars­son, f. 1961, tón­list­armaður. Þau búa í Árbæn­um.