Eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur: „Pólitísk misbeiting valds – arfleifð Sjálfstæðisflokksins – veldur samfélagslegum skaða, grefur undan góðri stjórnskipan, lýðréttindum og mannhelgi.“
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Björn Bjarnason hefur nú í nokkrum Morgunblaðsgreinum iðkað ákafa þrætubókarlist við undirritaða vegna afskipta föður hans af orðstír Halldórs Laxness sem frá er sagt í bók minni Spegill fyrir skuggabaldur . Hefur hann lagt nokkrar lykkjur á leið sína og notið liðstyrks leiðarahöfundar Morgunblaðsins og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Björn hengir sig í rangtúlkun á því sem sagt hefur verið og mótmælir svo eigin ályktun, sem er sú að faðir hans Bjarni Benediktsson „hafi árið 1948 stöðvað útgáfu bóka Laxness“ eins og Björn orðar brigslin sjálfur. Þessu hefur þó enginn haldið fram, svo Björn er að rífast við sjálfan sig um þetta atriði.

Af frumheimildum verður þó „ ekki annað ráðið en að athugun á tekjum og skattskilum Halldórs Laxness hafi fyrst og fremst haft þann tilgang að laska orðspor skáldsins vegna ætlaðra tengsla þess við kommúnista “ eins og segir í bók minni (s.

...