Hólmfríður Sölvadóttir fæddist 21. september 1917 á Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði og lést á Hrafnistu í Rvk. 22. mars 2021.

Foreldrar hennar voru Kristín Sigurðardóttir (f. 1886, d. 1969) og Sölvi Kjartansson (f. 1896, d. 1925). Fósturfaðir Hólmfríðar var Jón Jónsson (f. 1874).

Fóstursystir hennar var Valdís Ármannsdóttir (f. 1930, d. 2014). Sammæðra bróðir var Guðmundur Skagfjörð Jónsson (f. 1924, d. 1942). Átti hún þrjár systur samfeðra. Hólmfríður var alin að mestu upp á bænum Hornbrekku í Skagafirði.

Hólmfríður fluttist til Rvk. árið 1938 og giftist þar Hauki Sveinssyni bifreiðarstjóra (f. 1917, d. 1999). Þau bjuggu lengst af á Langholtsvegi 154. Hólmfríður var lengi heimavinnandi og var auk þess verslunar- og saumakona um árabil. Þau eignuðust fjögur börn.

1) Sveinn Þórir (f. 1940, d. 1967), fráskilinn.

2) Kristján (Bassi) (f. 1944, d. 2000), kvæntist Ísfoldu

...