Joe Biden hélt ráðstefnu æðstu og valdamestu manna heims um hamfararhlýnun. En af því að Joe Biden og kollegar eru í augnablikinu staddir í hamfaraveiru þá var nauðsynlegt að hafa fjarfund um þetta meinta heimsböl sem ekki var á dagskrá síðustu fjögurra ára.

Sýndarskapur frá 1998

Trump tók það burt með pennastriki og Biden setti það inn með sama hætti. En hvernig skyldi standa á því að það er hægt? Jú, Trump gat strokað málið út, af því að Obama sem skrifað hafði undir Parísarsáttmála ákvað að leggja málið ekki undir Bandaríkjaþing til samþykktar. Undirskrift hans var því aðeins til málamynda.

Obama þekkti forsöguna. Al Gore hafði barist mest bandarískra áhrifamanna fyrir Kyoto-sáttmálanum, sem er undanfari alls þessa. Clinton forseti undirritaði sáttmálann 1998. En Bandaríkjaþing neitaði hins vegar að samþykkja sáttmálann og bar við að hann yrði allt of útgjaldafrekur. Var andstaðan mikil

...