Eftir Vilhjálm Bjarnason: „Á lýðveldistímanum hafa orðið til smáflokkar um misskilda foringja, flokkar sem ekkert skilja eftir annað en misheppnuð skáld! Skáldin gátu ekki ort.“
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Stjórnmálaflokkar eru merkilegt fyrirbæri. Um margt líkjast stjórnmálaflokkar gosdrykkjum. Með því er átt við að í stríði Coke og Pepsi koma fram nýir cola-drykkir. Nýju drykkirnir ná engri fótfestu en sala á Coke og Pepsi vex í kjölfarið.

Bretland og Bandaríkin eins og Coke og Pepsi

Í flestum löndum eru til stjórnmálaflokkar, ekki ósvipaðir Coke og Pepsi. Í Bandaríkjunum eru tveir stjórnmálaflokkar, Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn.

Í Bretlandi eru Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, en þar hafa komið fram flokkar með mikla fótfestu. Frjálslyndi flokkurinn hefur starfað vel á aðra öld, sennilega tapað með tilkomu stéttaflokks, Verkamannaflokksins.

En svo kemur að því að Verkamannaflokkurinn tapar heilum landshluta í Hinu sameinaða konungdæmi Bretlandi. Þannig hefur Verkamannaflokkurinn tapað kjörfylgi og þingsætum í Skotlandi.

...