Eftir Ragnar Thorarensen: „Stofnun, sem hefur óbeint með skattlagningu á borgara þessa lands að gera, getur ekki leyft sér að leiðrétta ekki svona mistök þegar þau koma upp.“
Ragnar Thorarensen
Ragnar Thorarensen

Í janúar síðastliðnum uppgötvuðust stór mistök innanhúss hjá Þjóðskrá Íslands í fasteignamati þessa árs, 2021, sem senn er á enda. Um var að ræða mistök varðandi verðmat á stæðum í bílageymslum sem tengd voru íbúðum í fjölbýlishúsum bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Mistökin fyrir eigendur á landsbyggðinni eru þó sýnu verri því hvert stæði var verðmetið eins og um væri að ræða stæði í bílageymslu í Skuggahverfinu í Reykjavík. Íbúð á Akureyri upp á 36,4 fermetra með stæði í bílageymslu var með fasteignamat upp á 28.050 þúsund krónur. Alveg jafnstór íbúð á sömu hæð í sömu blokk, en án bílastæðis í bílskýli, var verðlögð á 19.150 þúsund krónur. Þarna munar því 8,9 milljónum króna sem stæðið fær í fasteignamat. Þetta er glórulaust verðmat. Þetta leiðir auðvitað til þess að eigendur þessara íbúða greiða mun hærri fasteignagjöld fyrir núgildandi ár og þeir sem hafa keypt þessar íbúðir í ár hafa greitt líka hærri stimpilgjöld af kaupsamningi vegna þessa.

...