Á vef Samtaka atvinnulífsins er að finna pistil eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumann efnahagssviðs samtakanna, þar sem hún lýsir áhyggjum af forsendum fjárlaga og fjármálastefnu. Hún bendir á að það stefni í hallarekstur og skuldasöfnun til næstu fimm ára hið minnsta og segir að ný fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar fresti „enn frekar að tekið sé á ójafnvæginu sem myndast hefur í opinberum fjármálum og var reyndar þegar tekið að myndast áður en faraldurinn skall á. Ný fjárlög og stefna bera með sér að alfarið er treyst á aukinn kraft atvinnulífsins til að bæta stöðu ríkisfjármála á komandi árum.“
Anna Hrefna telur þetta ekki raunsætt og segir að bjartsýnar efnahagsáætlanir séu iðulega notaðar sem réttlæting fyrir auknum útgjöldum eða frestun á nauðsynlegum hagræðingaraðgerðum.
Hún nefnir einnig að á undanförnum árum hafi orðið „gífurlegur vöxtur í tilfærslukerfum hins opinbera, þ.e. bótakerfum. Þessi
...