Að lifa á tímum heimsfaraldurs er kefjandi fyrir okkur öll. Við stöndum ítrekað frammi fyrir áskorunum, þurfum að endurskoða og breyta hvernig mögulegt er að gera hlutina, við hittum færri og lifum við óvissu. Ástandið breytir venjum, skapar einangrun og getur ýtt undir kvíða og ótta eins og óvissa gerir eðlilega.
Bjartsýni á krefjandi tímum
Bjartsýni er í sálfræðinni skilgreind sem ein af mikilvægustu jákvæðu tilfinningunum. Sú trú og tilfinning að hlutirnir fari á besta veg, viðhorf sem snýst um jákvæðar væntingar til samfélagsins, annars fólks og eigin framtíðar. Í bjartsýni felst sú afstaða að maður hafi sjálfur að mestu leyti stjórn á eigin líðan, athöfnum og aðstæðum og geti náð markmiðum sínum þrátt fyrir hindranir. Bjartsýni er hagnýt, rannsóknir sýna að bjartsýnt viðhorf hjálpar fólki til að takast á við krefjandi aðstæður, nýta erfiða reynslu síðar í lífinu og auka þar með eigin færni og seiglu.
...