Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: „„Hitt er svo rétt að við skipun mína á árinu 2004 var svo sannarlega brotið gegn lögum. Fólst það í ólögmætum ráðstöfunum dómara, sem þá sátu í réttinum, til að reyna að hindra skipun mína.““
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson

Nýlega kom út bókin „Hæstiréttur Íslands í hundrað ár“. Fram kemur í formála bókarinnar að rétturinn standi sjálfur fyrir þessari útgáfu. Sagnfræðingurinn Arnþór Gunnarsson var fenginn til að skrifa bókina en yfir honum sat ritnefnd sem Hæstiréttur skipaði. Í henni áttu m.a. sæti fyrrverandi dómarar við réttinn.

Í nýjustu útgáfu netmiðilsins Stundarinnar er að finna grein um hluta af efni þessarar bókar. Þar er einkum fjallað um það sem í bókinni segir um skipan tveggja dómara að réttinum á árunum 2003 og 2004. Þeir eru Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem ennþá er starfandi, og undirritaður, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem var skipaður á árinu 2004 en lét af störfum 2012.

Meginefni þessarar umfjöllunar er að halda því fram að þessir tveir dómarar hafi verið skipaðir á pólitískum forsendum og ekki verðskuldað starfið. Er m.a. reynt að gera lítið úr þekkingu þeirra á lögfræði. Þetta skaðar mig svo sem ekki mikið því ég hef sjálfur gefið

...