Eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún: „Þeir yrðu að ganga til verks á eigin vegum eða á vegum alþjóðlegra og viðurkenndra friðarsamtaka.“
Gunnar Guðmundsson
Gunnar Guðmundsson

Augu flestra beinist nú að ástandi mála í Úkraínu. Dragist stríðsástand þar á langinn má búast við auknum hörmungum og þjáningum fólksins sem þar býr. Einhvern tíma hlýtur þetta stríð, eins og öll önnur stríðsátök, að taka enda. Stríðslok hljóta að verða með samningum og vænlegast til árangurs er að þeim málum stýri fólk með yfirburðaþekkingu á sögunni – bakgrunni átakanna og geti skoðað málin frá sjónarhóli allra. (Þó er það svo að ég tel að engin þjóð eigi rétt á því að ráðast inn í önnur lönd.)

Á síðustu árþúsundum hafa verið uppi menn sem höfðu skarpari yfirsýn og meira innsæi en allur þorri manna. Slíkir menn eru til á okkar tímum, sennilega í flestum löndum og við Íslendingar eigum nú marga slíka. Af öllum þeim mörgu sem ég gæti nafngreint, þá vil ég nefna fjóra, sem vegna þekkingar sinnar og víðáttusýnar ættu að stjórna – allavega að koma að – samningum Rússa og Úkraínumanna, um varanlega lausn á því ástandi sem þar er nú.

...