Úkraínudrama Opnunarmynd hátíðarinnar fjallar um tíma stríðsins 2014.
Úkraínudrama Opnunarmynd hátíðarinnar fjallar um tíma stríðsins 2014.

Hin árlega Stockfish-kvikmyndahátíð hefst í Bíó Paradís á morgun, fimmtudag, og stendur til 3. apríl. Sýndar verða rúmlega tuttugu kvikmyndir frá mörgum löndum, myndir sem hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar á ýmsum kvikmyndahátíðum. Þá er von á mörgum gestum sem tengjast kvikmyndunum og munu taka þátt í dagskránni. Þeir ýmist fylgja myndum sínum eftir – boðið verður upp á samtal við þá marga að loknum sýningum – og koma í tengslum við svokallaða Bransadaga hátíðarinnar sem haldnir verða á Selfossi.

Klondike frá Úkraínu

Opnunarmynd Stockfish Film Festival að þessu sinni er hin úkraínska Klondike . Hún var frumsýnd fyrr á þessu ári og vann til verðlauna bæði á Berlinale- og Sundance-kvikmyndahátíðunum.

Aðalleikona myndarinnar, Oksana Cherkashyna, er meðal þeirra milljóna íbúa Úkraínu sem hafa flúið heimalandið á síðustu vikum í kjölfar innrásar Rússa. Hún verður

...