Hver sá sem hefur yfirráð yfir Íslandi heldur á byssu miðaðri á England, Ameríku og Kanada,“ sagði Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er hann kjarnaði orð eins hershöfðingja sinna um hernaðarlegt mikilvægi Íslands í seinni...

Hver sá sem hefur yfirráð yfir Íslandi heldur á byssu miðaðri á England, Ameríku og Kanada,“ sagði Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er hann kjarnaði orð eins hershöfðingja sinna um hernaðarlegt mikilvægi Íslands í seinni heimsstyrjöldinni. Allar götur síðan hefur landfræðileg lega Íslands skipað grundvallarsess í varnarmálum vestrænna ríkja.

Tryggt frelsi og öryggi hefur um árabil verið grundvallarþáttur í velferð okkar. Það var því framsýnt skref sem íslensk stjórnvöld stigu 30. mars 1949 þegar ákveðið var að Ísland myndi gerast stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu. Með því skipaði Ísland sér í hóp 12 stofnríkja sambandsins. Þar sem herlaus þjóð gat ekki varið sig fór Atlantshafsbandalagið þess á leit við Ísland og Bandaríkin að ríkin gerðu ráðstafanir sín á milli með varnarsamningnum árið 1951 við Bandaríkin. Á þeim tíma var varnarleysi landsins talið stofna öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða eins og það

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir