Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, leiðrétta kynbundinn launamun á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum, með sambærilega menntun og ábyrgð, og að beita sér...

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, leiðrétta kynbundinn launamun á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum, með sambærilega menntun og ábyrgð, og að beita sér fyrir lagasetningu um mönnunarviðmið í heilbrigðiskerfinu. Í ályktun félagsins, sem samþykkt var einhliða á aðalfundi í gær, er áhyggjum lýst af skorti á hjúkrunarfræðingum, flótta úr stéttinni og bágri mönnun sem ógni öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Þá skoraði félagið sameiginlega á heilbrigðisráðherra og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp til lagabreytinga í tengslum við tilkynningar, rannsókn og málsmeðferð alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu.

Að lokum benti félagið á nauðsyn þess að tryggja greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hjúkrunarfræðingum. Þannig megi tryggja aðgengi notenda betur og auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu.

...