Jóna Gréta Hilmarsdóttir

jonagreta@mbl.is

„Ég flutti út þrátt fyrir að vera mjög hrædd. Þá upplifði ég það í fyrsta skiptið að vera fullorðinn einstaklingur,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir og tekur fram að það hafi verið fyrsta mikilvæga skrefið í ferli hennar að flytja ein til Bandaríkjanna árið 2018 til að fara í tónlistarnám í Berklee sem hún fékk fullan styrk til.

„Þegar ég var á Íslandi einbeitti ég mér aðallega að náminu og var nánast alltaf með fjölskyldunni. Ég hafði ekkert til að semja um. Það var ekki fyrr en ég var stödd ein í nýrri borg sem ég fór að upplifa heiminn. Ég fór á stefnumót, varð skotin og upplifði væga ástarsorg. Því fylgdu miklar tilfinningar og það var þá sem ég byrjaði að semja.“

Laufey ólst upp við klassíska tónlist og byrjaði að spila á selló og píanó aðeins fjögurra ára gömul. Mamma hennar, Lin Wei, spilar með Sinfóníuhljómsveit

...