Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sína um þunnan málflutning aðildarsinna að Evrópusambandinu og gagnrýnir tvískinnung í túlkun þeirra á niðurstöðu þjóðaratkvæðis Dana um að falla frá fyrirvara um varnarstefnu ESB: „Í stað þess að leggja rækt við samstarfið sem við eigum við ESB með EES-samningnum og Schengen-samkomulaginu sjá þeir sem vilja aðild Íslands að ESB sér hag af því að tala illa um þetta samstarf.

Þetta á einkum við um þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Þeir ganga til dæmis hiklaust í lið með öfgamönnum í útlendingamálum og tala þar í andstöðu við meginsjónarmið sem gilda innan ESB í afstöðunni til þeirra sem dveljast ólöglega í einhverju landi á grundvelli lögmætra ákvarðana stjórnvalda viðkomandi lands.

Þingmennirnir mega ekki heyra minnst á að farið sé að fordæmi danskra stjórnvalda við mótun stefnu í útlendingamálum en stíga svo á pall og telja danska niðurstöðu um brottfall varnarmálafyrirvara þjóna

...