Arnar Þór Jónsson skrifar eftirtektarverða grein í blað gærdagsins, þar sem hann fer m.a. yfir hættur sem ógna nú sjálfsákvörðunarrétti manna og þjóða á margvíslegan hátt:
Mannréttindi, sem til skamms tíma þóttu sjálfsögð, svo sem málfrelsi, funda- og ferðafrelsi, eru í raunverulegri hættu. Án lýðræðislegs umboðs hafa embættismenn og „sérfræðingar“ fest hönd á valdataumum. Án umræðu og án viðunandi réttlætingar er verið að umbreyta borgaralegu frelsi í leyfisskyldar athafnir.
Hið opinbera seilist sífellt lengra inn á svið einkalífs. Mörk leyfilegrar valdbeitingar verða stöðugt þokukenndari. Við þessar aðstæður er gagnrýni illa séð, því hún ógnar valdinu. Betra er að „treysta sérfræðingunum“ og „fylgja vísindunum“. Viðhorf, sem jafnvel eru byggð á hlutlægum staðreyndum, eiga á hættu að vera stimpluð sem falsvísindi og upplýsingaóreiða ef þau samræmast ekki því sem stjórnvöld boða.
Við stöndum þá frammi fyrir stöðnun
...