Eftir Stefán Ólafsson: „Hátt stig jafnaðar og lágt stig fátæktar eru því einkum afleiðing mikilla áhrifa verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, sem er óvenju sterk.“
Stefán Ólafsson
Stefán Ólafsson

Hagfræðingur og lögfræðingur Viðskiptaráðs, Gunnar Úlfarsson og Jóhannes Stefánsson, skrifa grein í Mogunblaðið á þriðjudag þar sem þeir gagnrýna umfjöllun í Kjarafréttum Eflingar um íslenska velferðarríkið.

Þeir félagar vaða í villu um hvað felst í hugtakinu „norrænt velferðarríki“ og því er nauðsynlegt að gera nokkrar athugasemdir við málflutning þeirra. Niðurstaða Eflingar er að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem norrænt velferðarríki, vegna afgerandi minni útgjalda til lykilþátta velferðarmálanna. Norræna velferðarríkið snýst um hlutverk hins opinbera í að tryggja lágmarksafkomu, móta tekjuskiptingu og sérstaklega að halda utan um hópa með sérþarfir.

Hér koma athugasemdir mínar.

I. Hagsældarstig segir ekkert um „norrænt velferðarríki“

Fyrst nefna þeir að Ísland sé á svipuðu hagsældarstigi og hinar norrænu þjóðirnar og virðast telja það til marks um að Ísland

...