Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Drangey – smábátafélag Skagafjarðar fordæmir þá fyrirætlun matvælaráðherra að stöðva enn einu sinni strandveiðar áður en lögboðnu strandveiðitímabili lýkur. Enn verri er þó sögð sú tillaga ráðherra að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi veiðanna og taka aftur upp svæðisbundnar „ólympískar veiðar“ handfærabáta með tilheyrandi slysahættu og ójafnræði milli útgerða og byggðarlaga.

Magnús Jónsson, formaður Drangeyar, segir að félagið leggist gegn breytingu á fyrirkomulaginu með vísan til umræðna á Alþingi fyrir fimm árum, þegar breytt var um. Þá hafi verið ólympískar veiðar þar sem menn kepptu sín í milli og á milli staða. Það hafi verið talið hættulegt og einnig óheppilegt í ljósi mikilvægi samvinnu á milli manna og á milli byggðarlaga.

Telur Magnús að matvælaráðherra eigi ekki mikinn stuðning í þessu máli. Ekki sé mikill vilji hjá mönnum að fara í gamla kerfið.

...