Björn Leví Gunnarsson: „Nú eru liðnir nákvæmlega fimm mánuðir frá því að fjármálaráðherra seldi aftur eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. 22. mars 2022 var 22,5% hlutur seldur í Íslandsbanka með 2,25 milljarða afslætti til 207 fjárfesta.“

Nú eru liðnir nákvæmlega fimm mánuðir frá því að fjármálaráðherra seldi aftur eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. 22. mars 2022 var 22,5% hlutur seldur í Íslandsbanka með 2,25 milljarða afslætti til 207 fjárfesta. Salan fór fram með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi sem er sérstaklega miðað að hæfum fagfjárfestum en ekki almennum fjárfestum. Í stuttu máli þýðir það að útboðið er ekki opið og aðgengilegt öllum. Þetta er mikilvægt.

Fljótlega komu í ljós mjög alvarlegar vísbendingar um að margt hefði farið úrskeiðis í söluferlinu. Á nefndarfundum í kjölfarið kom fram að mismunandi kaupendur hefðu verið skertir mismikið, kaupendur fengu ekki að kaupa eins mikið og þau vildu á því verði sem þau buðu. Eins og þingmaður VG í efnahags- og viðskiptanefnd sagði, þá bjuggust allir við því að það væri verið að selja kjölfestufjárfestum. Kynningarnar fyrir bæði fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd voru þannig.

Það var búist við því að

...