Þ essa dagana berast okkur ótíðindi af orkumálum í Evrópu. Orkuverð rýkur upp og dæmi eru um að fólk fái allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni en fyrir ári. Sums staðar stefnir jafnvel í þrefalda hækkun orkuverðs miðað við veturinn á undan. Heimilin, sem verða harðast úti, eru ofurseld þeirri fátæktargildru að hafa hvorki efni á reglulegri upphitun á veturna né kælingu á sumrin.

Uppgrip auðmanna

Það er því ekki að undra að íslensku Orkarnir kætist, en svo kýs ég að kalla þá auðmenn sem vilja hagnast gríðarlega á því að selja orku þjóðarinnar úr landi í gegnum sæstreng. Þessir Orkar hinnar íslensku Hringadrottinssögu sjá fyrir sér uppgrip í eigin vasa eftir að Alþingi Íslendinga samþykkti orkupakka 3 fyrir þremur árum. Það var misráðið. Að halda því fram að hægt sé að samþykkja orkustefnu ESB en segja NEI við sæstreng, er áþekkt því að samþykkja frjálst flæði vöru en neita að...

Höfundur: Inga Sæland