Við erum með bestu hugmyndirnar,“ sagði Guðlaugur Þór þegar hann kynnti framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins sem fram fer „í stærstu lýðræðisveislu landsins“ næstu helgi. Reyndar er lýðræðisveislan ekki öllum flokksmönnum aðgengileg. Lýðræðisveislan er fyrir útvalda fulltrúa.

Snilldarhugmyndir Sjálfstæðisflokksins hafa falist í því að hlutast til um að skipa útvalda flokkshesta í stöðu dómara, selja útvöldum ríkiseignir, forða eigum útvalinna úr sjóðum rétt fyrir hrunið... og hrunið sjálft. Það er ekki snefill af efa í huga Guðlaugs Þórs um að engu þarf að breyta.

Að mati Bjarna þarf að viðhalda stöðugleikanum. Sá meinti stöðugleiki felst í því að halda Sjálfstæðisflokknum við kjötkatlana – með Bjarna í fararbroddi. Annars fari allt til fjandans. Bjarni styður líka snilldarhugmyndir Sjálfstæðisflokksins; þ.e.a.s. bestu hugmyndirnar fyrir suma – en klárlega ekki fyrir alla, alltaf, alls staðar. Hvert vandamál fyrir sig

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson