Vilhjálmur Bjarnason: „Dómsmálaráðherra er einungis að gera skyldu sína þegar lögum er fylgt og því er ráðherrann ekki hinn versti maður.“
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Sennilega æra óstöðugan málefni útlendinga sem óska eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi. Þessi málaflokkur hafði varla nokkurt vægi á árunum eftir liðin aldamót, þaðan af síður alla síðustu öld, og málaflokkurinn hafði lítið vægi í fjárlögum á þeim árum, sem ég sat á Alþingi.

Þó man ég eftir heiftarlegum deilum vegna veitingar ríkisborgararéttar af mannúðarástæðum til albanskrar fjölskyldu án nokkurra tengsla við landið. Eftir hrossakaup og hótanir um að taka þing í gíslingu fyrir jólaleyfi eitt árið var leyfið veitt. Þessi fjölskylda hefur horfið af landinu en í kjölfar þessa leyfis kom flóðbylgja umsókna frá sama landi.

Áminning um frelsi

Sá er þetta ritar átti frumkvæði að því að reistur var minnisvarði með áminningu um Frelsið á Djúpavogi. Minnisvarðinn var reistur í nafni Hans Jónatans, ánauðugs þræls, sem settist að á Djúpavogi. Sennilega er Hans Jónatan fyrsti kvótaflóttamaðurinn. ...