„Við sjávarsíðuna gerast hlutirnir og öflug útgerð skiptir máli,“ segir Jón Sigurðsson vélfræðingur. Ritið Skipaskrá & sjómannaalmanak er hans eigin útgáfa og bókin fyrir 2023 kom út á dögunum
Útgefandi Jón hér með ritið sem hann leggur mikinn metnað í.
Útgefandi Jón hér með ritið sem hann leggur mikinn metnað í. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Við sjávarsíðuna gerast hlutirnir og öflug útgerð skiptir máli,“ segir Jón Sigurðsson vélfræðingur. Ritið Skipaskrá & sjómannaalmanak er hans eigin útgáfa og bókin fyrir 2023 kom út á dögunum. Útgerðum og skipstjórnarmönnum er skylt er að hafa þessa biblíu um borð í öllum bátum og skipum yfir tiltekinni stærð. Þar er að finna margvíslegar nauðsynlegar upplýsingar sem sjófarendur þurfa að geta nálgast í snatri og flett upp. Tvær bækur af þessum toga koma út, annars vegar útgáfa Jóns, sem á og rekur fyrirtækið Árakló. Hitt sjómannaalmanakið er gefið út af Fiskifréttum.

Eigin útgáfa í 17 ár

Sögu sjómannaalmanaks má rekja aftur til ársins 1911. Fiskifélag Íslands stóð lengi að útgáfu þess en síðar tóku aðrir

...