„Þetta hefur verið þróun á Norðurlöndunum í lengri tíma en Ísland hefur alltaf skorið sig úr. Lægri fæðingartíðni hér síðustu tíu ár virðist sýna að Ísland er að ná nágrannalöndunum. Við förum kannski að komast á sama stað og hin norrænu…
Barnalán Hver kona fæddi að meðaltali 1,82 lifandi börn hér á landi árið 2021. Hlutfallið hefur lækkað síðustu ár.
Barnalán Hver kona fæddi að meðaltali 1,82 lifandi börn hér á landi árið 2021. Hlutfallið hefur lækkað síðustu ár. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Þetta hefur verið þróun á Norðurlöndunum í lengri tíma en Ísland hefur alltaf skorið sig úr. Lægri fæðingartíðni hér síðustu tíu ár virðist sýna að Ísland er að ná nágrannalöndunum. Við förum kannski að komast á sama stað og hin norrænu löndin,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði.

Í nýrri samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, kemur fram að frjósemi íslenskra kvenna var 1,82 börn á ævi hverrar konu árið 2021. Meðaltal í ríkjum Evrópu var hins vegar 1,53 börn á ævi hverrar konu. Frjósemin jókst bæði hér og í öðrum Evrópuríkjum. Hér á landi var frjósemin 1,72 árið 2020.

Íslendingar eru með frjósamari þjóðum en Frakkar bera þó af með 1,84 börn á ævi hverrar konu árið 2021. Þar

...