Stjórnmálamenn gáfu 169 loforð sem útilokað er að standa við. Að setja sér 169 forgangsatriði jafngildir því að setja sér ekkert.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Af sjúkdómnum sem varð banamein flestra síðasta árið höfum við varla heyrt: berklum. Þó kostuðu þeir 1,4 milljónir manns lífið í fyrra, fleiri en létust af völdum kórónuveirunnar allan heimsfaraldurinn. Þrátt fyrir það uppskera berklar litla athygli meðal auðugra þjóða, þar sem þeir draga nánast engan til dauða lengur.

Jafnvel í fátækum ríkjum, þar sem þeir best stæðu hafa efni á lækningu, er það svo að almennt eru það þeir sem minnst hafa milli handanna, höllustum fæti standa og mest eru utangarðs sem þjást af berklum.

Á bak allra loforða

Heimsbyggðin hefur löngum ætlað sér að gera betur. Hluti heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sá sem kallast markmið um sjálfbæra þróun, felur í sér að aðildarþjóðirnar bæti úr nánast öllum hnattrænum vandamálum fyrir árið

...