Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

„Mín framtíð 2023“, Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning, fór fram í Reykjavík á dögunum. Akureyringurinn Hafþór Karl Barkarson, nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri, varð Íslandsmeistari iðnnema í málmsuðu og tryggði sér þar með rétt í Evrópukeppni í greininni. „Það er gaman að þessu, þetta er fínt,“ segir hann hógvær.

Tilgangur keppninnar er að finna hæfan einstakling, sem síðan verði þjálfaður enn frekar fyrir Evrópukeppni iðngreina, en stefnt er að því að Hafþór keppi á Euro Skills í Herning í Danmörku 2025.

Flókin vinna

Tíu nemar, átta piltar og tvær stúlkur, frá sjö framhaldsskólum tóku þátt í málmsuðukeppninni, sem fór fram

...