Við félagarnir kynntumst í Gagnfræðaskólanum í Garðabæ og þá áttum við allir skellinöðrur. Síðan liðu fimmtíu ár þar sem enginn okkar átti mótorhjól, en ég keypti mér mótorhjól fyrir nokkrum árum, loksins þegar ég hafði ráð á og tíma til
Kamína F.v. Kalid, Einar, ókunnur piltur, Hannes og Böðvar hita tærnar í 2.000 metra hæð í Atlasfjallgarðinum.
Kamína F.v. Kalid, Einar, ókunnur piltur, Hannes og Böðvar hita tærnar í 2.000 metra hæð í Atlasfjallgarðinum.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Við félagarnir kynntumst í Gagnfræðaskólanum í Garðabæ og þá áttum við allir skellinöðrur. Síðan liðu fimmtíu ár þar sem enginn okkar átti mótorhjól, en ég keypti mér mótorhjól fyrir nokkrum árum, loksins þegar ég hafði ráð á og tíma til. Mig langaði til að leika mér,“ segir Einar Már Magnússon sem ásamt fyrrnefndum æskufélögum, Hannesi Björnssyni og Böðvari Friðrikssyni, er nýkominn heim úr mótorhjólaferð í Afríku.

„Hannes hefur farið nokkrum sinnum til útlanda í skipulagðar mótorhjólaferðir en aldrei við Böðvar. Svo vel vill til að Böðvar þekkir ungan mann í Marokkó, Kalid, sem starfar í ferðamennsku og hann hafði áhuga á að skipuleggja fyrir okkur mótorhjólaferð þar í landi. Kalid sá um allt, bókaði gistingu og

...