Ríkisstjórnir heimsins eiga að auka aðstoð sína við þá sem bera skarðan hlut frá borði þegar frjáls verslun er annars vegar.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Stuðningur við frjálsa verslun er fallinn úr tísku. Í auðugri ríkjum hefur skuldinni verið skellt á hana þegar atvinnuleysi ber á góma og víðast hvar er frjáls verslun nánast komin út í kuldann. Síðasta áratuginn hefur verslun vaxið fiskur um hrygg þegar litið er til hlutfalls hennar af heimshagkerfinu – nokkuð sem náði hámarki um það leyti sem bankahrunið varð en hefur hnignað síðan. Þá þróun ber að harma þar sem stuðningur við frjálsa verslun er ein affarasælasta þróunarstefna heimsins.

Það eru aldagömul sannindi að verslun hækkar tekjur þar sem hún ýtir undir sérhæfingu þjóða og gerir þeim kleift að stunda sína bestu framleiðslu með góðum árangri. Rannsókn nokkur sýnir að verslun gerir okkur öll 27 prósentum ríkari sem táknar að tekjur ríkja eru að meðaltali rúmlega fjórðungi hærri en í heim án

...