Það er ekki oft sem heiminum býðst tækifæri sem skilar samfélaginu allt að 30 dollara ávinningi fyrir hvern dollara sem fjárfest er með. Við ættum að grípa það tækifæri.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Fáir í hinum þróaða heimi þurfa að hafa áhyggjur af því að tapa réttinum til að búa þar sem þeir eiga heima. Sértu með afsal eða leigusamning er ólíklegt að einhver mæti á morgun með sín eigin skjöl og boli þér út. Þetta öryggi þýðir að eigendur sem byggja nýtt eldhús vita að þeir geta notið þess í áratugi eða aukið verðmæti eigna sinna þegar þeir selja. Bændur geta gróðursett tré sem taka mörg ár að vaxa, vitandi að þeim verður ekki sparkað af landinu þegar þau bera ávöxt.

Ímyndaðu þér að þú værir ekki viss um hvort þú ættir húsið þitt í raun og veru. Þú gætir kannski haldið áfram að búa hér á næsta ári. Kannski myndi einhver reka þig út. Ekki aðeins værir þú andlega illa settur, heldur værir þú líka mun ólíklegri til að fjárfesta í endurbótum á heimili þínu eða ræktarlandi.

Samt sem

...