Alheimsáætlun um útrýmingu mýraköldu var gerð árið 1955 en við hana var hætt árið 1969 á þeirri forsendu að markmiðinu væri útilokað að ná.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Í okkar huga er mýrakalda aðeins vandamál í heitum löndum með röku andrúmslofti. Ekki er þó nema rúm öld síðan sjúkdómurinn herjaði svo norðarlega í heiminum sem í Síberíu og við norðurheimskautsbaug auk þess sem hann stakk sér reglulega niður í 36 ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal Washington, Michigan og New York. Áætlað er að mýrakalda hafi á þeim tíma orðið 80.000 manns að bana ár hvert í Evrópu og Norður-Ameríku.

Velflest þróuð ríki útrýmdu mýraköldu á sjötta áratug síðustu aldar samhliða aukinni velsæld, bættum húsnæðismálum og stórtækum framförum í lyfjaþróun og skordýravörnum. Samfara betri fjárhagslegri afkomu voru votlendar varpstöðvar moskítóflugna þurrkaðar upp auk þess sem flugurnar lögðust í auknum mæli á búfénað fremur en fólk, eftir að honum fjölgaði. Næringarríkari fæða bætti lýðheilsu og jók fólki styrk, hærri tekjur

...