Starfshópur um endurskoðun á grunni álagningar á fasteignir veltir upp þeirri hugmynd hvort meðalhófsþak ætti að vera á breytingu fasteignaskatta á milli ára til að draga úr sveiflum. Meðal annarra hugmynda er að bæta upplýsingagjöf Húsnæðis- og…
Íbúðarhús Óreiða er sögð í skattaflokkun og undanþágum.
Íbúðarhús Óreiða er sögð í skattaflokkun og undanþágum. — Morgunblaðið/Eggert

Starfshópur um endurskoðun á grunni álagningar á fasteignir veltir upp þeirri hugmynd hvort meðalhófsþak ætti að vera á breytingu fasteignaskatta á milli ára til að draga úr sveiflum. Meðal annarra hugmynda er að bæta upplýsingagjöf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, til dæmis með reiknivél fasteignamats.

Fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Húseigendafélaginu, Félagi atvinnurekenda, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Landssambandi eldri borgara mynduðu hópinn. Honum var ætlað að gera úttekt á grunni álagningar á fasteignir með það að markmiði að leita leiða til að einfalda og bæta kerfið og auka fyrirsjáanleika þess án þess að draga úr tekjum sveitarfélaga.

Starfshópurinn skilar af sér með glærukynningu fyrir stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri.

Vakin er athygli á miklum hækkunum fasteignamats á síðasta ári. Kerfið sé flókið og álögur ófyrirsjáanlegar, bæði fyrir sveitarfélögin og gjaldendur. Þess vegna eru ofangreindar hugmyndir

...