Sjúklingur 0 vann á kórónuveirurannsóknarstofu í Wuhan.
Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Jóhannes Loftsson

Þá liggur það fyrir. Ný skýrsla1) sýnir að þrír fyrstu covid-sjúklingarnir voru vísindamenn á Wuhan-veirurannsóknarstofunni. Einn þeirra, Ben Hu, fékk fjármagn frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni (NIH) til að safna kórónveirusýnum frá leðurblökum um allt Kína og stökkbreyta veirunum. 2018 sótti rannsóknarstofan2) hans gegnum EcoHealth Alliance um styrk til bandaríska DARPA (Defense Advanced Research Projects Agency) til að stökkbreyta kórónuveiru svo hún yrði meira smitandi. Slíkur tilbúinn ofurvírus kallast á mannamáli lífefnavopn.

Þetta var því þeirra fé, þeirra rannsókn, þeirra vírus og þeirra starfsmaður. Hvernig gátu bandarísk yfirvöld verið svo grunlaus? Eða vissu þau kannski betur?

Bandarísk yfirvöld völdu að rannsókn á uppruna covid yrði stýrt3) af samstarfsmanni Ben Hu

...