„Mér finnst svör Páls Gunnars Pálssonar við athugasemdum okkar aumkunarverð,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf. í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður álits á ummælum Páls Gunnars um að Samkeppniseftirlitið hefði…

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Mér finnst svör Páls Gunnars Pálssonar við athugasemdum okkar aumkunarverð,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf. í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður álits á ummælum Páls Gunnars um að Samkeppniseftirlitið hefði haft frumkvæði að því að ráðast í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, en ekki matvælaráðuneytið.

„Ef samningur Samkeppniseftirlitsins og matvælaráðuneytisins er skoðaður þá stendur þar skýrum stöfum í fjórðu grein hans að Samkeppniseftirlitið greini matvælaráðuneytinu reglulega frá stöðu verkefnisins á meðan á samningstíma stendur. Í 5. grein segir síðan að ráðuneytið hafi rétt á að stöðva millifærslur eða fresta þeim telji það framkvæmd verkefnisins ekki í samræmi við samninginn. Ráðuneytið hefur því rétt á að vita allt

...