Það er ánægjulegt að sjá að kostnaður vegna fjármálaþjónustu hafi lækkað að raunvirði um 15% til 17% frá árinu 2018.
Heiðrún Jónsdóttir
Heiðrún Jónsdóttir

Heiðrún Jónsdóttir

Að mati Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) er margt ánægjulegt í skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslenskra viðskiptabanka.

Tillögur nefndarinnar snúa að stofninum til að því að stuðla að auknu gegnsæi og hagkvæmni sem og að aukinni fræðslu í fjármálalæsi hér á landi. Þessi atriði leiða til upplýstari og betri ákvarðanatöku viðskiptavina og eru til þess fallin að efla samkeppni. Allt eru þetta atriði sem SFF fagna og hafa unnið að því að efla á undanförnum árum.

Í skýrslunni segir einnig að kostnaður vegna fjármálaþjónustu hafi lækkað að raunvirði um 15% til 17% frá árinu 2018. Það er því ánægjulegt að sjá að hagræðing í fjármálaþjónustu hafi skilað árangri í baráttu við verðbólguna.

...