Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Afar ströng skilyrði um veiðar á langreyðum er að finna í nýrri reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti í gær. Þar eru m.a. sett skilyrði um þjálfun, fræðslu og hæfni áhafnar og eru skyttur hvalbátanna t.a.m. skyldaðar til að hafa lokið námskeiði í meðferð hvalveiðibyssu, sprengiskutla og í aflífunaraðferðum við hvalveiðar.

Skyttur fari á námskeið

Segir að skyttur skuli „jafnframt hafa lokið námskeiði, viðurkenndu af eftirlitsaðilum sem að lágmarki skuli innihalda fræðslu um líffræði, þ.m.t. atferli, sársaukaskyn, streitu og vistfræði með tilliti til hvala og um regluverk sem um hvalveiðar gildir,“ að því er segir í reglugerðinni.

Ákvæði um námskeiðshaldið taka þó ekki gildi fyrr en

...