Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Reynir A. Óskarson, áhugamaður um líf og bardagaaðgerðir víkinga, um ferð íslenskra glímukappa í æfingabúðir í borginni Martinsburg í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum, en íslenska glímuhópnum var boðið af samtökunum Odin's Warrior Tribe.

„Þeir vildu bjóða okkur út til að kenna þeim glímu, því íslenska glíman er eina íþróttin sem lifði af víkingaöld.“ Í íslenska hópnum voru, auk Reynis, núverandi glímukóngur Íslands, Einar Eyþórsson, fyrrverandi glímudrottning og framkvæmdastjóri Glímusambands Íslands, Jana Lind Ellertsdóttir, og varaformaður Glímusambands Íslands og fyrrverandi heimsmeistari í hryggspennu, Guðmundur Stefán Gunnarsson.

Kyndilberar

...