Sýruárás Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar sem kemur á borð lögreglu.
Sýruárás Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar sem kemur á borð lögreglu. — Morgunblaðið/Eggert

Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í fyrrakvöld með brunasár í andlitinu, en jafnaldri hennar hafði þá kastað stíflueyði í duftformi í andlit hennar. Leitaði hún þegar til íbúa í nágrenninu sem gátu veitt henni aðhlynningu og hringt á sjúkrabíl. Mun snarræði fólksins og rétt viðbrögð hafa komið í veg fyrir að verr færi, en stúlkan hefði getað hlotið varanlegan augnskaða af árásinni.

Lögreglan hefur þegar haft uppi á geranda málsins, en hann var hluti af hópi skólafélaga stúlkunnar sem veittist að henni á skólalóðinni. Er málið í rannsókn lögreglu, en það er einnig komið til meðferðar hjá Barnavernd.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þetta í fyrsta sinn sem mál af þessu tagi kemur til kasta lögreglu hér á landi.