Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Frumkvöðullinn Jonas Kjellberg var staddur hér á landi í tilefni þess að hann hélt erindi á ráðstefnunni Nordic Circular Summit sem haldin var til að vekja athygli á mikilvægi hringrásarhagkerfisins. Jonas hefur komið að stofnun um 50 nýsköpunarfyrirtækja og eitt af þeim er fjarskiptaforritið Skype. Hann er fjárfestir, hefur skrifað fjöldann allan af bókum, setið í stjórnum fyrirtækja og unnið sem ráðgjafi. Þó nokkur af þeim fyrirtækjum sem hann hefur stofnað hafa verið skráð á markað og Jonas kveðst hafa lært mikið á sínum ferli. Hann segir að fyrirtækjarekstur sé mjög góður skóli og hann sé þakklátur fyrir öll tækifærin á sínum ferli.

Hann segir að lykillinn að því að byggja upp farsælt fyrirtæki sé að leggja áherslu á að þróa vörur sem uppfylla þörf viðskiptavina.

...