Börnum á að kenna að vernda skírlífi sitt þar til þau finna ástina í maka sínum og lífsförunaut, það er hin rétta kynfræðsla.
Ársæll Þórðarson
Ársæll Þórðarson

Ársæll Þórðarson

„Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.“ (Mt. 6:19)

Þessi biblíutilvitnun minnir á að varanleg auðlegð felst í því að efla samfélag sitt við Guð og treysta honum fyrir lífi sínu. Við eigum að vona á Drottin með alla hluti og þá er fyrirheitið að þeir sem það gera eignist fjársjóð á himnum sem ekkert getur grandað. Þessi andlegi fjársjóður vex innra með okkur og er ávöxtur kristilegs og góðs uppeldis, m.a. í fjölskyldulífi og skólanámi, og myndar í jarðlífinu öfluga vörn gegn óæskilegu áreiti tíðarandans.

Vitnað er í hin jarðnesku eyðingaröfl, „möl“ og „ryð“. „Myglusveppurinn“, sem nú herjar mjög á leikskóla- og grunnskólahús, hefur gengið til liðs við eyðingaröflin sem hinn

...