Eru Íslendingar hærra metnir en erlendir ríkisborgarar hjá héraðsdómi?
Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

Óttarr Makuch

Þetta er spurning sem við sem samfélag þurfum að svara í kjölfar þeirrar vægðar sem Héraðsdómur Reykjaness sýndi fjórum ungmennum sem bundu enda á líf ungs Pólverja og tóku morðið upp á myndband. Eftir sitja móðir sem syrgir son sinn, barnsmóðir sem syrgir föður dóttur sinnar og syrgjandi dóttir sem elst nú upp án föður.

Þessi ungi pólski maður virðist miðað við lýsingu dómsins ekkert hafa unnið sér til sakar annað en að vera á röngum stað á röngum tíma. Lýsir dómurinn atburðarásinni sem endaði með andláti hans þannig að þar hafi farið fram leikur þriggja katta að mús, og vísar dómurinn þar til þess að þrjú hinna dæmdu ungmenna eltu ákærða uppi, króuðu hann af, spörkuðu í maga hans og höfuð og loks drápu hann þegar eitt hinna dæmdu ungmenna stakk hinn unga Pólverja sex sinnum með hníf. Lýsir dómurinn einnig niðurlægjandi

...