Gylfi Gíslason
Gylfi Gíslason

Ástandið á íbúðamarkaði hér á landi er erfitt um þessar mundir og hefur lengi verið á það bent að þar stefni í óefni. Meginvandinn hefur líka lengi legið fyrir, en hann er sú ofuráhersla sem borgaryfirvöld hafa lagt á að þétta byggð í stað þess að leyfa uppbyggingu nýrra hverfa, sem býður upp á mun hraðari og hagkvæmari byggingar.

En það er fleira sem veldur vandanum. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Jáverks, sagði í samtali við mbl.is að regluverk skipulags- og byggingamála hefði flækst með hverju árinu: „Af einhverjum ástæðum erum við komin með kerfi sem gerir það að verkum að allt tekur margfalt lengri tíma og er þar af leiðandi miklu dýrara.“

Hann segist vilja byrja með autt blað og skrifa nýjar reglur sem geti verið mun einfaldari en þær sem byggingariðnaðurinn býr við í dag. Þá segist hann telja

...