Inga Sæland
Inga Sæland

Það er furðulegt hvernig ríkisvaldið virðist aldrei skorta fjármuni þegar kemur að því að úthluta þeim í þágu auðmanna og fyrirtækja þeirra sem moka til sín milljörðum á milljarða ofan í hreinan hagnað árlega. Það er alltaf jákvætt ef vel gengur en þá skal einnig taka tillit til þess þegar kemur að því að úthluta almannafé. Hvaða sturlun er það t.d. að almenningur greiði ríflega hundrað milljónir til að styrkja einkarekinn fjölmiðil í eigu milljarðamærings?

Milljarður var settur í að styðja við bílaleigur sem skiluðu methagnaði á árinu. Styrkur til að aðstoða við kaup á rafbílum. Annar milljarður klæddur í græna kjólinn til að styðja við orkuskipti útgerðarinnar sem hefur skilað tugum milljarða í arð. Fyrirtæki sem maka krókinn á „sameiginlegum auðlindum okkar“ og hafa rúmlega bolmagn til að borga fyrir sig sjálf. Það er eins og ekkert eftirlit sé með því hvert peningarnir fara eða með

...

Höfundur: Inga Sæland