Ábyrgð fjölmiðla er mikil nú þegar raunveruleikinn kemur aftan að okkur.
Ásmundur Friðriksson
Ásmundur Friðriksson

Ásmundur Friðriksson

Það eru nokkur ár frá því að Ríkisútvarpið og aðrir fjölmiðlar á vinstri vængnum „slaufuðu“ mér vegna umræðu um hælisleitendur. Það gerðu auðvitað fleiri og er ég enn minntur á yfirlýsingar sumra flokksfélaga minna af sama tilefni. Þetta gerðist í kjölfar varnaðarorða minna um óhefta fjölgun hælisleitenda í landinu. Þrátt fyrir það var fjöldi þeirra á þeim tíma líklega um þriðjungur þess sem síðar varð. Hann er löngu orðinn óviðráðanlegur fyrir lítið samfélag á Íslandi. Á þeim tíma kallaði ég eftir því að bakgrunnsskoðun færi fram á þeim sem hingað kæmu og að við gættum ýtrustu varna við landamæri landsins.

Það var og er vitað að til landsins streyma skipulagðir hópar undir merkjum hælisleitenda til að stunda hér mansal og aðra skipulagða brotastarfsemi. Þrátt fyrir viðleitni til að efla landamæraeftirlit og

...