Við þær aðstæður sem nú eru uppi er skilvirkast að stórnotendur, sem nota 80% af orku landsins, hafi hvata til að draga úr notkun þegar þörf krefur.
Tómas Már Sigurðsson
Tómas Már Sigurðsson

Tómas Már Sigurðsson

Umræða um raforkuöryggi hefur verið áberandi að undanförnu og ekki að ástæðulausu. Íslendingum fjölgar, ferðaþjónustan vex, rafbílum fjölgar og eftirspurn eftir grænni orku eykst. Framleiðsla á raforku hefur hins vegar ekki aukist sem þessu nemur. Í ofanálag hefur tíðarfar verið óhagstætt fyrir uppistöðulón sem veldur því að framboð á raforku er orðið takmarkað.

Við þessar aðstæður er knýjandi að lög tryggi aðgang heimila og smærri fyrirtækja að raforku. Um þetta eru allir sammála. Í ljósi stöðunnar fór atvinnuveganefnd fram með frumvarp á síðustu vikum haustþings þar sem lögfesta átti þessa forgangsröðun.

Fyrsta útgáfa frumvarpsins var gölluð. Þar var í stuttu máli kveðið á um að í orkuskorti kæmi það nær alfarið í hlut annarra raforkuframleiðenda en Landsvirkjunar að

...