Atvinnurekendur þurfa að leggja út ríflega tvöfalt hærri upphæð en endar í vasa starfsmanna hver mánaðamót.
Ari Fenger
Ari Fenger

Ari Fenger

Undanfarnir mánuðir hafa verið undirlagðir af umfjöllun um framgang kjaraviðræðna. Þegar þessi lota fór af stað vonuðu flestir að sjálfsögðu hið besta, en á sama tíma var erfitt að trúa því að útkoman í ár yrði með einhverjum hætti öðruvísi en í fyrra, og árin þar á undan. Frost er komið í viðræður og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara á þeim grundvelli að Samtök atvinnulífsins hefði hafnað tilboði um kjarasamninga á grunni hófsamra krónutöluhækkana. Þetta sjá sennilega flestir í gegnum og má hæglega gera ráð fyrir því að blekið væri löngu þornað, ef slíkir samningar hefðu á einhverjum tímapunkti staðið Samtökum atvinnulífsins til boða.

Það er gott að enn virðist samstaða um meginmarkmið samninganna, að ná niður verðbólgu og vöxtum, en skilningurinn á leiðunum sem færa okkur nær þeim markmiðum er ekki endilega sá sami.

...