Össur Kristinsson stoðtækjafræðingur fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1943. Hann lést 6. febrúar 2024.

Foreldrar Össurar voru Kristinn Ólafsson verkamaður frá Kiðafelli í Kjós og Lilja Össurardóttir Thoroddsen saumakona, fædd í Örlygshöfn. Systur Össurar voru Hrafnhildur Thoroddsen, f. 1935, d. 2013, og Ingibjörg Kristinsdóttir, f. 1945, d. 2023.

Eiginkona Össurar var Björg Rafnar læknir, f. 1945, d. 2017. Börn þeirra eru Bjarni, f. 1968, maki Sigrún Þorgeirsdóttir, og Lilja, f. 1969, maki Bjarni H. Ásbjörnsson. Össur og Björg eiga fimm barnabörn og þrjú barnabarnabörn.

Össur nam stoðtækjafræði í Stokkhólmi, Svíþjóð. Hann stofnaði stoðtækjafyrirtækið Össur hf. árið 1971 og bátaþróunarfyrirtækið Rafnar árið 2005.

Útförin fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 19. febrúar

...