Við sem erum afar heimakær og ekkert óskaplega mikið fyrir að sýna okkur og sjá aðra sláum sannarlega ekki hendinni á móti því að fá tónleika heim í stofu. Okkur finnst það mun betra hlutskipti en að vera innan um mikinn fjölda og þurfa svo að hlusta á fólk byrja skyndilega að hósta í miðju tónverki
Víkingur Heiðar Sannarlega velkominn gestur.
Víkingur Heiðar Sannarlega velkominn gestur. — Morgunblaðið/Kristinn M.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Við sem erum afar heimakær og ekkert óskaplega mikið fyrir að sýna okkur og sjá aðra sláum sannarlega ekki hendinni á móti því að fá tónleika heim í stofu. Okkur finnst það mun betra hlutskipti en að vera innan um mikinn fjölda og þurfa svo að hlusta á fólk byrja skyndilega að hósta í miðju tónverki. Afar hvimleitt!

Maður fékk tónleika heim í stofu síðastliðið miðvikudagskvöld þegar RÚV sýndi beint frá tónleikum Víkings Heiðars í Hörpu, þar sem hann lék Goldberg-tilbrigði Bachs. Allt í einu var snillingur mættur í stofuna til manns. Svoleiðis gerist ekki oft, eiginlega aldrei ef maður á að vera alveg heiðarlegur. En þarna var hann kominn, alvörusnillingur sem

...